Skagamenn áberandi í golflandsliðinu sem tilnefnt er sem lið ársins

AuglýsingTveir kylfingar frá Akranesi eru í golflandsliði Íslands sem tilnefnt er sem lið ársins í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2018. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni og Birgir Leifur Hafþórsson sem er íþróttastjóri Leynis en hann keppir undir merkjum GKG.

Axel Bóasson (GK) og Ólafía Þórunn Krisinsdóttir eru einnig eru tilnefnd sem hluti af golflandsliðinu í lið ársins í kjörinu hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem golflandslið er tilnefnt í þessu kjöri.

Ísland fagnaði sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppn sem fram fór á Gleneagles í Skotlandi um miðjan ágúst á þessu ári. Mótið var hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fer á tveimur stöðum í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram.

Kjörið fer fram samhliða vali samtakanna á íþróttamanni ársins. Þjálfari ársins og lið ársins voru valin í fyrsta sinn árið 2012. Úrslit kjörsins vera opinberuð í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV frá Hörpu laugardagskvöldið 29. desember.

Þrjú efstu lið ársins

Karlalið ÍBV í handbolta
Landslið Íslands í golfi
Kvennalið Íslands í hópfimleikum

Lið ársins frá upphafi:

2012
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum (Fimleikar)
2013
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2014
Karlalandslið Íslands (Körfuknattleikur)
2015
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2016
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2017
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2018

AuglýsingAuglýsing