Auglýsing
Tveir kylfingar frá Akranesi eru í liði ársins sem varð efst í kjörinu hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Kjörinu var lýst þann 29. desember. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Birgir Leifur Hafþórsson, íþróttastjóri Leynis, eru í golflandsliði Íslands sem kosið var lið ársins.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson voru einnig í landsliði Íslands í golfi á Evrópumótinu í Glasgow s.l. sem stóð uppi sem Evrópumeistari.
Landslið Íslands í golfi fékk 90 stig alls í kjörinu en alls fengu 7 lið atkvæði. Þetta er í fyrsta sinn sem lið úr golfíþróttinni er efst í þessu kjöri.
Lið ársins, úrslit úr kjörinu 2018:
1. Landslið Íslands golf 90
2. ÍBV kk handbolti 83
3. Kvennalandslið Íslands hópfimleikar 40
4 .Breiðablik kvk fótbolti 35
5 .KR kk körfubolti 12
6. Valur kk fótbolti 6
7. Karlalandslið Íslands fótbolti 4
Auglýsing
Auglýsing