Forsala fyrir Þorrablót Skagamanna hefst 11. janúar

AuglýsingMikil spenna eins og ætíð er fyrir Þorrablót Skagamanna, sem fram fer laugardaginn 26. janúar.

Í dag hittist hluti undirbúningshópsins á fundi til að fara yfir Excelskjalið góða sem stýrir öllu frá kertaskreytingum að skemmtiatriðum.

Eftirvænting í Club 71 hópnum er mikil enda undirbúningur þorrablótsins skemmtilegur.

Club 71 langar að benda á að forsala miða hefst 11. janúar og að ágóði þess rennur eins og áður til íþrótta- og björgunarfélaga.

AuglýsingAuglýsing