Auglýsing
„Ekki harka af þér höfuðhögg,“ eru skilaboðin sem Skagakonan Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og KSÍ gefa út í nýju áhrifaríku myndbandi.
Í myndbandinu er fjallað um hættuna sem fylgir höfuðhöggum í fótbolta. ÍSÍ kemur einnig að þessu verkefni.
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, leikmaður ÍA, ræðir í myndbandinu um höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn Fylki árið 2014. Atvikið er hægt að sjá í þessu myndbandi sem er hér fyrir neðan.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að Heiðrún var rúmliggjandi í tvær vikur eftir höfuðhöggið og frá keppni í tvö ár.
Heiðrún skrifaði nýverið undir samning við ÍA en hún lék stórt hlutverk með ÍA á síðustu leiktíð í Inkasso-deildinni.
Auglýsing
Auglýsing