Víkingur og Bjarni á meðal aflahæstu skipa ársins 2018

AuglýsingTvö skip sem tengjast Akranesi sterkum böndum voru á meðal 10 aflahæstu uppsjávarskipa ársins 2018.

Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is

Víkingur AK endaði í efsta sæti yfir heildarafla ársins og var eina skipið sem náði að rjúfa 60.000 tonna múrinn. Víkingur landaði alls 42 sinnum á árinu 2018. Skagmaðurinn Albert Sveinsson er skipstjóri á Víkingi AK.

Bjarni Ólafsson AK varð í 7. sæti á þessum lista með rúmlega 40.000 tonn í 34 löndunum. Bræðurnir Gísli Runólfsson og Runólfur Runólfsson eru skipstjórar á Bjarna Ólafssyni.

AuglýsingAuglýsing