Auglýsing
Ein rótgrónasta bílasala landsins, Bílás á Akranesi, er til sölu. Þetta kemur fram á vef Fasteignamiðlunar Grafarvogs.
Bræðurnir Ólafur Óskarsson og Magnús Óskarsson frá Beitistöðum hafa rekið fyrirtækið frá árinu 1983.
Rekstur Bílasölunnar er til sölu eins og áður segir og einnig hluti af húsinu við Smiðjuvelli 17 þar sem að bílasalan er staðsett.
Bílás á 4 bil í húsinu og alls eru þrjú fyrirtæki starfrækt í húsnæði Bíláss. Þar má nefna Dansstúdíó Írisar og Sansa.
Auglýsing
Auglýsing