Einn leikmaður með Skagarætur í fyrsta A-landsliðshóp Jóns Þórs

Auglýsing



Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp.Einn leikmaður í A-landsliðshópnum kemur frá Akranesi en það er Hallbera Guðný Gísladóttir, sem leikur með Val í Reykjavík.

Jón Þór tók við starfinu í október s.l.  Fyrsta verkefni liðsins undir hans stjórn er vináttuleikur gegn Skotlandi sem fram fer fer á La Manga á Spáni 21. janúar.

„Ég get ekki beðið eft­ir því að vinna með hópn­um,“ sagði Jón Þór við Morgunblaðið eftir að hann kynnti sinn fyrsta landsliðshóp.

„Þetta er spenn­andi mót­herji enda áttu Skot­ar virki­lega gott ár í fyrra, unnu sinn riðil í undan­keppni HM og eru á leið á loka­mótið í sum­ar. Verk­efnið sem slíkt er mjög spenn­andi og ekki síst kær­komið fyr­ir okk­ur, enda fyrsta verk okk­ar þjálf­ar­anna og í fyrsta skipti sem hóp­ur­inn kem­ur sam­an eft­ir leik­ina tvo í haust. Þetta er mjög mik­il­vægt verk­efni,“ sagði Jón Þór. Síðustu leik­ir landsliðsins voru í undan­keppni heims­meist­ara­móts­ins í sept­em­ber þar sem Ísland missti af sæti í um­spili eft­ir tap fyr­ir Þjóðverj­um og jafn­tefli gegn Tékk­um.

Hópurinn

Sandra Sigurðardóttir | Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir | Þór/KA
Anna Rakel Pétursdóttir | Þór/KA
Elísa Viðarsdóttir | Valur
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden
Sif Atladóttir | Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard
Guðrún Arnardóttir | Breiðablik
Anna Björk Kristjánsdóttir | LB07
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik
Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Adelaide
Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV
Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir | Breiðablik
Rakel Hönnudóttir | LB07
Elín Metta Jensen | Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir | Roa
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
Fanndís Friðriksdóttir | Adelaide

Auglýsing



Auglýsing