Auglýsing
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp.Einn leikmaður í A-landsliðshópnum kemur frá Akranesi en það er Hallbera Guðný Gísladóttir, sem leikur með Val í Reykjavík.
Jón Þór tók við starfinu í október s.l. Fyrsta verkefni liðsins undir hans stjórn er vináttuleikur gegn Skotlandi sem fram fer fer á La Manga á Spáni 21. janúar.
„Ég get ekki beðið eftir því að vinna með hópnum,“ sagði Jón Þór við Morgunblaðið eftir að hann kynnti sinn fyrsta landsliðshóp.
„Þetta er spennandi mótherji enda áttu Skotar virkilega gott ár í fyrra, unnu sinn riðil í undankeppni HM og eru á leið á lokamótið í sumar. Verkefnið sem slíkt er mjög spennandi og ekki síst kærkomið fyrir okkur, enda fyrsta verk okkar þjálfaranna og í fyrsta skipti sem hópurinn kemur saman eftir leikina tvo í haust. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ sagði Jón Þór. Síðustu leikir landsliðsins voru í undankeppni heimsmeistaramótsins í september þar sem Ísland missti af sæti í umspili eftir tap fyrir Þjóðverjum og jafntefli gegn Tékkum.
Hópurinn
Sandra Sigurðardóttir | Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir | Þór/KA
Anna Rakel Pétursdóttir | Þór/KA
Elísa Viðarsdóttir | Valur
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden
Sif Atladóttir | Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard
Guðrún Arnardóttir | Breiðablik
Anna Björk Kristjánsdóttir | LB07
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik
Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Adelaide
Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV
Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir | Breiðablik
Rakel Hönnudóttir | LB07
Elín Metta Jensen | Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir | Roa
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
Fanndís Friðriksdóttir | Adelaide
Auglýsing
Auglýsing