Ekkert banaslys í tvö ár – breytt menning í öryggismálum sjómanna

Auglýsing



Ekk­ert bana­slys varð á ís­lensk­um fiski- og flutn­inga­skip­um tvö síðustu ár og mun það vera í fyrsta skipti sem ekk­ert bana­slys verður meðal lög­skráðra sjó­manna tvö ár í röð.

Gamla Akraborgin sem var eitt stærsta kennileiti Akraness í marga áratugi leikur stórt hlutverki í þessari þróun. Skipið heitir í dag Sæbjörg og er burðarstoð í slysavarnaskóla sjómanna.

Árin 2008, 2011 og 2014 urðu held­ur ekki bana­slys meðal lög­skáðra sjó­manna, en ekki var óal­gengt á árum áður að tug­ir sjó­manna létu lífið í slys­um ár­lega.

Jón Aril­íus Ing­ólfs­son, rann­sókn­ar­stjóri sigl­inga­sviðs rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa, seg­ir þetta bera vitni um já­kvæða þróun sem hafi orðið og ákveðna menn­ingu sem nú sé að finna í flot­an­um.

„Með til­komu Slysa­varna­skóla sjó­manna 1985 hef­ur margt breyst um borð í ís­lensk­um fiski­skip­um og skip og búnaður eru betri og ör­ugg­ari en áður,“ seg­ir Jón Aril­íus í um­fjöll­un Morgunblaðsins um þetta mál.

Auglýsing



Auglýsing