Auglýsing
Ekkert banaslys varð á íslenskum fiski- og flutningaskipum tvö síðustu ár og mun það vera í fyrsta skipti sem ekkert banaslys verður meðal lögskráðra sjómanna tvö ár í röð.
Gamla Akraborgin sem var eitt stærsta kennileiti Akraness í marga áratugi leikur stórt hlutverki í þessari þróun. Skipið heitir í dag Sæbjörg og er burðarstoð í slysavarnaskóla sjómanna.
Árin 2008, 2011 og 2014 urðu heldur ekki banaslys meðal lögskáðra sjómanna, en ekki var óalgengt á árum áður að tugir sjómanna létu lífið í slysum árlega.
Jón Arilíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri siglingasviðs rannsóknanefndar samgönguslysa, segir þetta bera vitni um jákvæða þróun sem hafi orðið og ákveðna menningu sem nú sé að finna í flotanum.
„Með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna 1985 hefur margt breyst um borð í íslenskum fiskiskipum og skip og búnaður eru betri og öruggari en áður,“ segir Jón Arilíus í umfjöllun Morgunblaðsins um þetta mál.
Auglýsing
Auglýsing