Auglýsing
Íþróttamaður Akraness 2018 verður kjörinn í kvöld og fer athöfnin fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka að lokinni flugeldasýningu í tengslum við Þrettándabrennuna. Gera má ráð fyrir að athöfnin hefjist um kl. 18:15.
Kraftmiklir sjálfboðaliðar á vegum ÍATV ætla að bjóða upp á veglega útsendingu samhliða kjörinu á Íþróttamanni Akraness. Hlekkur á útsendinguna er hér fyrir neðan í glugganum.
Útsendingin er jafnframt tímamót hjá ÍATV en í dag verður 100. útsendingin hjá vefsjónvarpsstöðinni. Íþróttaárið 2018 verður gert upp í þessari útsendingu og hefst útsendingin kl. 17:10
Auglýsing
Auglýsing