Auglýsing
Það eiga margir góðar minningar frá Akranesvelli í gegnum tíðina enda hafa margir stórkostlegir kaflar verið skrifaðir í knattspyrnusögu ÍA á þessum velli.
Norðurálsvöllurinn, eins og völlurinn heitir í dag, er nánast klár í slaginn fyrir leikina í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild kvenna á næsta tímabili.
Skagamaðurinn Stefán Jónsson tók þessa mynd þann 18. desember og er Norðurálsvöllurinn iðagrænn og fallegur.
Mörg félagslið á Íslandi hafa sett gervigras á aðalvelli sína á undanförnum árum. Má þar nefna Val, Stjörnuna og Breiðablik í Kópavogi fær gervigras á sinn aðalvöll næsta sumar.
Skiptar skoðanir eru um þessa þróun. Hér á Akranesi hefur sú hugmynd komið fram að setja ætti gervigras á Norðurálsvöllinn – og fljóðljós til þess að auka nýtinguna á svæðinu.
Ef þú hefur skoðun á þessu taktu þátt í þessari laufléttu skoðanakönnun.
Auglýsing
Auglýsing