Auglýsing
Alls bjuggu 7.410 á Akranesi þann 1. janúar 2019 og hefur íbúum fjölgað um 185 á s.l. 12 mánuðum.
Í byrjun janúar 2018 voru 7.225 íbúar á Akranesi.
Til samanburðar fjölgaði íbúum á Akranesi um 208 á tímabilinu 1. janúar 2017 og 1. janúar 2018. Íbúum hefur því fjölgað um tæplega 400 á s.l. 24 mánuðum.
Í byrjun árs 2017 fór íbúafjöldinn á Akranesi í fyrsta sinn yfir 7.000. Frá árinu 2011 hefur íbúum á Akranesi fjölgað um 650.
Í spá sem Akraneskaupstaður hefur gert um íbúaþróun er gert ráð fyrir að rétt tæplega 7.500 íbúar verði á Akranesi árið 2021.
Frá árinu 1920 hefur íbúum á Akranesi fjölgað um tæplega 6.300. Árið 1979 voru íbúar Akraness í fyrsta sinn fleiri en 5000 eða 5.017 alls.
Á næstu 16 árum fjölgaði íbúum á Akranesi ekki mikið og fólksfækkun átti sér stað á árunum 1987-1996.
Frá árinu 1996 hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt og sérstaklega á árunum 2006-2007.
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/12/17/ibuum-a-akranesi-fjolgar-jafnt-og-thett/
Auglýsing
Auglýsing