Ein stærsta fasteignasala landsins opnar útibú á Akranesi

Auglýsing



Eins stærsta fasteignasala landsins, Domusnova, mun opna útibú á Akranesi á allra næstu dögum.

Stefnt er að því að tveir starfsmenn geti hafið störf á nýrri sölurskrifstofu fyrirtækisins mánudaginn 14. janúar n.k.

Það er óhætt að segja að mikið líf sé í fasteignaviðskiptum á Akranesi og verður Domusnova fimmta fasteignasalan sem er með skrifstofu á Akranesi.

Óskar Már Alfreðsson, markaðsstjóri Domusnova, segir í samtali við skagafrettir.is að unnið sé hörðum höndum að þvi að standsetja húsnæðið sem er á þriðju hæð við Stillholt 16-18 eða í Stjórnsýsluhúsinu.

„Vonandi tekst það í tæka tíð – þannig að við getum boðið Skagamönnum og nærsveitingum kaffisopa. Aðkoman að skrifstofunni er góð, lyfta er í húsinu og gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Opnunartími verður frá 09:00 – 17:00 en að sjálfsögðu munu okkar menn verða til taks utan þess tíma ef óskað er.“

Eins og áður segir verða tveir starfsmenn á skrifstofunni og tengjast þeir báðir Akranesi sterkum böndum.

Þeir eru: Ólafur Sævarsson. löggiltur fasteignasali, búsettur á Akranesi
og Bjarni Stefánsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali.

Bjarni er fæddur og uppalinn á Krókatúninu á Akranesi en foreldrar hans voru þau Stefán Bjarnason lögreglumaður og Vilborg Sigursteinsdóttir.

Óskar segir að mikil tækifæri felist í markaðinum á Vesturlandi og þá sérstaklega á Akranesi.

„Við teljum að aukinn fjöldi nýbygginga á svæðinu muni koma af stað miklu lífi í fasteignaviðskipti á svæðinu. Domusnova mun til að mynda hafa umsjón með sölu íbúða á Dalbrautarreitnum, sem er kærkomin viðbót á Akranesi fyrir heldri bæjarbúa.

Á neðstu hæði í byggingunni verður félagsheimili fyrir eldri borgara á Akranesi. Það er Byggingafélagið Bestla ehf. sem byggir. Einnig erum við að undirbúa aðkomu okkar að fleiri spennandi nýframkvæmdum á Akranesi á næstu misserum,“ segir Óskar.

Auglýsing



Auglýsing