Fjölbreytt verkefni bíða fjögurra nýrra húsasmiða – kláruðu sveinsprófið í FVA

Auglýsing



Þeim fer fjölgandi sem getað státað sig af því að vera með sveinspróf í ýmsum iðngreinum. Smiðir vinna afar fjölbreytt starf en segja má að þeir smíði nánast allt sem smíða má úr tré.

Smiðir vinna til dæmis á trésmíðaverkstæðum, við smíði nýrrabygginga, við viðhald og breytingar á gömlum byggingum og gerð brúa og virkjana.

Nýverið luku fjórir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi við sveinspróf í húsasmíði – og geta þeir búist við að starfa við fjölbreytt verkefni í náinni framtíð. Frá þessu er greint á vef FVA.

Nemendurnir heita Sigurður Sjafnar Ingólfsson, Baldvin Ásgeirsson, Sölvi Jón Sævarsson og Árni Ólafsson.


Meðal þess sem smiðir starfa við er:

  • Vinna eftir teikningum arkitekta, verkfræðinga og viðurkenndra hönnuða
  • Smíða steypumót fyrir byggingar
  • Smíða vinnupalla
  • Klæða og einangra hús
  • Klæða gólf, til dæmis leggja parket
  • Smíða og setja upp innréttingar
  • Greina og gera við fúaskemmdir
  • Þekkja húsafriðunarlögin og byggingasögulegt gildi þeirra
  • Vinna við breytingar á húsum, til dæmis stækkanir
  • Vinna við gerð stórra mannvirkja eins og til dæmis virkjanna

Auglýsing



Auglýsing