Auglýsing
Jón Gísli Eyland Gíslason, ungur knattspyrnumaður frá Sauðárkróki, skrifaði í dag undir samning við Knattspyrnufélag ÍA.
Jón Gísli er til hægri á myndinni, hann er fæddur árið 2002 og verður því 17 ára á þessu ári.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jón Gísli töluverða reynslu sem leikmaður í meistaraflokki – en hann hefur leikið 37 leiki í mfl. fyrir Tindastól. Að auki hefur Jón Gísli leikið alls 16 landsleiki með U-16 og U-17 ára liðum Íslands.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA segir í viðtali á heimasíðu félagsins að öflugt afreksstarf og samstarf félagsins við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafi skipt miklu máli í ákvörðun leikmannsins að velja það að koma á Akranes.
„Það er mikilvægt að ungur og efnilegur leikmaður geti stundað íþróttina og sótt nám á sama tíma,“ segir Jóhannes m.a. í viðtalinu.
Auglýsing
Auglýsing