Auglýsing
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er í hópi tuttugu bestu táninga í fótboltanum í Evrópu, samkvæmt samantekt hollenska knattspyrnutímaritsins Voetbal International. Þetta kemur fram á mbl.is.
Arnór er í 18. sæti listans.
„Íslenskur efnispiltur í Rússlandi. Arnór Sigurðsson var frábær í Meistaradeild Evrópu í desember. Með mark og stoðsendingu átti hann stóran þátt í mögnuðum 3:0 útisigri CSKA Moskva gegn Real Madrid,“ segir m.a. í umsögninni um landsliðsmanninn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember á síðasta ári.
Arnór lét gott af sér leiða í jólafríi sínu hér á Akranesi á dögunum. Hann mætti m.a. á æfingu hjá yngri flokkum ÍA þar sem að ungir iðkendur spurðu hann um ýmislegt varðandi feril hans og atvinnumennsku. Arnór svaraði þeim spurningum með glöðu geði og er hann ein helsta fyrirmynd margra ungra leikmanna úr röðum ÍA og á landsvísu.
Þeir tuttugu sem Voetbal International tilgreinir eru:
1. Matthijs De Light, Ajax og Holland, fæddur 1999
2. Jadon Sancho, Dortmund og England, fæddur 2000
3. Kai Havertz, Leverkusen og Þýskaland, fæddur 1999
4. Gianluigi Donnarumma, AC Milan og Ítalía, fæddur 1999
5. Mattéo Guendouzi, Arsenal og Frakkland, fæddur 1999
6. Ryan Sessegnon, Fulham og England, fæddur 2000
7. Declan Rice, West Ham og England, fæddur 1999
8. Justin Kluivert, Roma og Holland, fæddur 1999
9. Abdulkadir Ömür, Trabzonspor og Tyrkland, fæddur 1999
10. Vinícius Júnior, Real Madrid og Brasilía, fæddur 2000
11. Sandro Tonali, Brescia og Ítalía, fæddur 2000
12. Alban Lafont, Fiorentina og Frakkland, fæddur 1999
13. Hannes Wolf, Salzburg og Austurríki, fæddur 1999
14. Evan N’Dicka, Frankfurt og Frakkland, fæddur 1999
15. Ibrahima Konaté, RB Leipzig og Frakkland, fæddur 1999
16. Dan-Axel Zagadou, Dortmund og Frakkland, fæddur 1999
17. Reiss Nelson, Hoffenheim og England, fæddur 1999
18. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva og Ísland, fæddur 1999
19. Nicolo Zaniolo, Roma og Ítalía, fæddur 1999
20. Matheus Cunha, RB Leipzig og Brasilía, fæddur 1999
Auglýsing
Auglýsing