FVA mætir MA í Gettu betur í kvöld á Rás 2

AuglýsingAmalía Sif Jessen, Karl Ívar Alfreðsson og Guðmundur Þór Hannesson nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi skipa lið FVA í spurningakeppni Framhaldsskólanna, Gettu betur.

Amalía Sif Jessen, Karl Ívar Alfreðsson og Guðmundur Þór Hannesson

FVA verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið mætir Menntaskólanum á Akureyri. Bein útsending er frá keppninni á Rás 2. Viðureign FVA og MA fer fram kl. 20.30.

Besti árangur FVA í þessari keppni var árið 2015 þegar FVA keppti til undanúrslita gegn FG.

Útsendingin hefst kl. 19:30 og eru alls fjórar viðureignir á dagskrá. Um er að ræða lokaviðureignirnar í 1. umferð keppninnar. Úrslit úr öðrum viðureignum má sjá hér fyrir neðan.

AuglýsingAuglýsing