„Handymen“ 10 ára – stórafmæli og „dansiball“ á Gamla Kaupfélaginu

Auglýsing



Hljómsveitin Handymen á stórafmæli á árinu 2019 og af því tilefni verður blásið til veislu föstudaginn 11. janúar á Gamla Kaupfélaginu. Þar verða öll gömlu góðu lögin spiluð af innlifun og einstaka nýtt lag fær að fljóta með.

Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir Skagamenn nær og fjær eigi ekki að missa af þessu tækifæri til að dusta rykið af dansskónum. Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis – geggjuð tilboð í gangi á barnum.

Handymen var stofnað fyrir tíu árum sem starfsmannaband hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.

Þrír af stofnfélögum bandsins eru enn starfandi hjá HVE.  Fritz Berndsen, Halldór Benjamín Hallgrímsson og Ólafur Frímann Sigurðsson.

Á undanförnum tveimur árum hafa orðið töluverðar breytingar á hljómsveitinni. Ólafur Pétur Pétursson bættist í hópinn en hann er með töluverða tengingu í þetta batterí. Ólafur er fæddur á HVE og dvaldi þar í nokkra daga eftir fæðinguna.

Síðast en ekki síst náði eiginmaður launafulltrúa HVE að „væla“ sig inn í bandið – en þar er á ferðinni enginn annar en Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju og kórstjóri.

Frá vinstri: Fritz, Sveinn Arnar, Ólafur Frímann, Hallgrímur og Ólafur Pétur.

Auglýsing



Auglýsing