Óheppnin eltir Valdísi Þóru – farangurinn skilaði sér ekki

AuglýsingValdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur keppnistímabilið á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu fimmtudaginn 10. janúar.

Fatima Bint Mubarak Ladies Open á LET Evrópumótaröðinni fer fram í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar.

Valdís Þóra á rástíma kl. 8:42 að morgni fimmtudagsins 10. janúar eða kl. 12:42 að staðartíma á fyrsta keppnishringnum.

Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 04:32 að íslenskum tíma eða kl. 08:32 að staðartíma.

Staðan er uppfærð hér:

Valdís Þóra fór af landi brott þann 3. janúar s.l. og ætlaði hún að nýta tímann vel við æfingar í Abu Dhabi.

Farangur hennar og golfútbúnaður skilaði sér ekki eftir tengiflug í gegnum London. Og setti þetta áætlanir íþróttakonu Akraness úr skorðum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist hjá Valdísi sem hefur heldur betur fengið að kynnast ýmsum hliðum á þeim málum á undanförnum misserum.

Valdís útskýrir hvað gerðist í færslu á fésbókinni hér fyrir neðan.

Staðan er uppfærð hér:

AuglýsingAuglýsing