Auglýsing
Keppnislið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur.
Amalía Sif Jessen, Karl Ívar Alfreðsson og Guðmundur Þór Hannesson skipuðu lið FVA í viðureign þeirra gegn Menntaskólanum á Akureyri.
Keppnin fór fram í gærkvöld í útvarpshúsinu við Efstaleiti. MA fékk 26 stig en FVA 11 stig.
Skólarnir sem eru komnir í sextán liða úrslit í kvöld eru Verzlunarskóli Íslands, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri.
Úrslit gærkvöldsins:
Verzlunarskóli Íslands 28 – Verkmenntaskólinn á Akureyri 13
Menntaskóli Borgarfjarðar 21 – Fjölbrautaskólinn í Ármúla 15
Menntaskólinn að Laugarvatni 16 – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 10
Menntaskólinn á Akureyri 26 – Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi 11
Dregið í 16 liða úrslit:
Viðureignir 14. janúar:
Menntaskólinn á Ísafirði – Fjölbrautaskóli Suðurlands
Borgarholtsskóli – Framhaldsskólinn á Laugum
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Verkmenntaskóli Austurlands
Menntaskólinn á Akureyri – Menntaskólinn að Laugarvatni
Viðureignir 15. janúar
Verzlunarskóli Íslands – Tækniskólinn
Menntaskólinn í Reykjavík – Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Menntaskólinn við Hamrahlíð – Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Kvennaskólinn í Reykjavík – Menntaskóli Borgarfjarðar
Auglýsing
Auglýsing