Elvar Örn, landsliðsmaður í handbolta, er með sterka Skagatengingu

Auglýsing



Heimsmeistaramóti í handbolta karla hefst í dag. Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum og að sjálfsögðu er vel fylgst með gangi mála hér á Skagafréttum.

Það er að mikil Skagatenging við einn leikmann landsliðsins og þar að auki þykir okkur nafnið mjög flott.

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss, hefur mikla tengingu á Akranes og í nærsveitir. Afi hans í móðurætt er Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólastjóri og íþróttakennari á Leirá.

Móðir Elvars er Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, og afrekskona í ýmsum öðrum íþróttum.

Ragnhildur og Erna Sigurðardóttir, íþróttakennari við Grundaskóla, eru tvíburasystur. Jón Birgir Guðmundsson faðir Elvars er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á HM.

Við höfum því ákveðið að Elvar Örn Jónsson er nýr uppáhalds landsliðsmaður okkar hér á skagafrettir.is.

Sigurður Guðmundsson, íþróttakennari og fyrrum skólastjóri í Heiðarskóla í Leirársveit.

Auglýsing



Auglýsing