Skagamönnum í handboltalandsliðinu fer fjölgandi – við eigum mikið í Ými

Auglýsing



Eins og áður hefur komið fram eru sterkar Skagatengingar í landsliðshóp Íslands í handbolta karla.

Frétt sem birt var fyrr í dag vakti mikla athygli og varð til þess að Skagamenn eignuðust enn fleiri landsliðsmenn í handbolta.

Ýmir Örn Gíslason, 21 árs gamall leikmaður Íslands og Vals, er með gríðarlega Skagatengingu.

Móðir Ýmis heitir Elfur Sif Sigurðardóttir, fædd árið 1965 og ólst upp á Akranesi.

Móður afi og móður amma Ýmis voru lengi búsett á Bjarkargrund á Akranesi
– Sigurður Vésteinsson og Hafdís Karvelsdóttir.

Elfur Sif kemur fram í þessu myndbandi sem landsliðið horfði á rétt áður en liðið fór á HM.

Ýmir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson eru báðir með sterka tengingu á Akranes og eru því báðir í uppáhaldi hér á ritstjórn Skagafrétta.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/11/elvar-orn-landslidsmadur-i-handbolta-er-med-sterka-skagatengingu/

Auglýsing



Auglýsing