Frændurnir Arnþór Ingi Kristinsson, Hallur Flosason og Arnór Smárason eiga það allir sameiginlegt að vera Skagamenn, góðir í fótbolta og ansi liprir hljóðfæraleikarar og söngvarar.
Arnþór og Hallur hafa á undanförnum misserum verið iðnir við að spila á gítarinn og syngja saman og nýverið fengu þeir landsliðsmanninn Arnór Smárason með sér til þess að reyna við eitt af uppáhaldslögum Arnórs sem leikur sem atvinnumaður og var síðast hjá Lilleström í Noregi.
Lagið sem frændurnir tóku að þessu sinni heitir I Surrender með dönsku hljómsveitinni Saybia
Lærifaðir frændanna er Flosi Einarsson, faðir Halls, og hittast þeir reglulega til þess að spila ábreiður, bæði ný og gömul lög. Hallur hefur verið einn af lykilmönnum ÍA á undanförnum misserum í Pepsideildinni og Arnþór Ingi hefur leikið vel með Víkingum úr Reykjavík en hann er í dag leikmaður KR.
Hér er lagið í flutningi Arnþórs, Halls og Arnórs og neðst í fréttinni er upprunalega útgáfan.