Skagamenn hafa hægt og bítandi náð vopnum sínum á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Liðið er í ágætri stöðu fyrir lokasprettinn í 2. deild karla.
ÍA átti á brattann að sækja gegn efsta liði deildarinnar, Álftanesi, í dag þegar liðin áttust við í íþróttahúsinu á Álftanesi.
Leikurinn endaði 117:70. Álftanes er með fullt hús stiga eftir 10 umferðir en ÍA er í fjórða sæti með fimm sigra og fimm töp í 10 leikjum.
Nýr leikmaður ÍA, Jerome Cheadle, gat aðeins beitt sér úr þjálfarastætinu að þessu sinni.
Hann var ekki með leikheimild og verður líklega klár í slaginn um næstu helgi þegar Stálúlfarnir mæta til leiks í íþróttahúsið við Vesturgötu.