Ólafur Ían er með svarta beltið og lætur sig dreyma um stórmót í útlöndum

Auglýsing



„Mér finnst skemmtilegt að æfa og félagsskapurinn er góður,“ segir karatemaður Akraness 2018, Ólafur Ían Brynjarsson, við Skagafréttir þegar hann er spurður að því hvers vegna hann æfir karateíþróttina.

Ólafur Ían er með svartabeltið í karate og hann er unglingalandsliðsmaður í þeirri íþrótt. Ólafur Ían er einnig virkur í starfi Björgunarfélags Akraness, og hann hefur því nóg fyrir stafni.

Ólafur Ían er á 15. ári og hann æfir einnig parkour og lætur sig dreyma um að keppa á stórum mótum í karate í framtíðinni.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér núna?
„Ég vakna og fæ mér morgunmat, fer í Grundaskóla og er yfirleitt kominn heim um 13.30. Þá fæ ég mér bara að borða og síðan hitti ég vini mína og fer svo á karate og/eða parkouræfingar.

Hversu oft í viku æfir þú?
„Ég æfi karate 3x í viku og var nýlega valinn í unglingalandsliðið og þar fara æfingar að hefjast. Síðan æfi ég parkour 2x í viku og fer á hverjum fimmtudegi á Björgunarsveitarfund hjá Björgunarsveit Akraness.“

Hvað er skemmtilegast við íþróttina?
„Keppnir. Það er líka mjög gaman að fara á æfingar hjá öðrum félögum og kynnast fleiri krökkum þar.“

Framtíðardraumarnir í íþróttinni?
„Mig langar að eiga möguleika á að keppa á stórum mótum, t.d. Norðurlandamótinu og þannig keppnum og kannski jafnvel að kenna karate einhverntíman.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í keppni eða æfingu?
„Þegar ég náði að enda í þriðja sæti á RIG (Reykjavík International) og þegar ég náði svarta beltinu í Noregi.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan karate?
„Parkour og að vera með vinum og spila tölvuleiki.“

Ertu hjátrúarfullur? Ef svo er hvernig?
„Ég er ekki hjátrúarfullur“

Staðreyndir:

Nafn: Ólafur Ían Brynjarsson
Aldur: 14, á 15.ári
Skóli: Grundaskóli
Bekkur: 9. bekkur
Besti maturinn: Sushi
Besti drykkurinn: Vatn
Besta lagið/tónlistin. Er alæta á tónlist, aðallega popptónlist.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir) NCIS, Flash og teiknimyndir eins og American Dad og Simpson.

Ættartréð:
Foreldrar: Brynjar Sæmundsson (f. 1967), golfvallasérfræðingur og framkvæmdastjór GrasTec

og Þyrí Stefánsdóttir (f. 1967), hjúkrunarfræðingur.
Systur: Brynja María Brynjarsdóttir (f.1986) og Hulda Margrét Brynjarsdóttir (f.1993).

Auglýsing



Auglýsing