Ragnheiður íhugar framboð til formanns KSÍ – Skagakonan fær góðan meðbyr

Auglýsing



Skagakonan Ragneiður Ríkharðsdóttir, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ en hún skrifaði slíka hugleiðingu á fésbókarsíðu sína í kvöld.  Ragnheiður er fædd á Akranesi og þekkir vel til knattspyrnunnar. Hún er dóttir Ríkharðs Jónssonar og sonur hennar, Ríkharður Daðason, var í fremstu röð afreksmanna í knattspyrnu á árum áður.

Ragnheiður er fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins en Ragnheiður sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2009 til 2016 en þar áður var hún bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002 til 2007.

Færslan í heild sinni:

Í ljósi þess að Geir Þorsteinsson ætlar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á nýjan leik þá er ég að velta fyrir mér að gefa kost á mér líka. Held að það gæti hleypt fjöri í kosninguna. Ég hef mikla stjórnunarreynslu sem og reynslu af félagsmálum, áhugamanneskja um fótbolta frá barnsaldri bæði sem dóttir og mamma, held að þessi reynsla mín gæti nýst í starfinu.

Geir Þorsteinsson hefur gefið það út að hann ætlar í framboð gegn sitjandi forseta KSÍ, Guðna Bergssyni.

Auglýsing



Auglýsing