Nýtt aðsóknarmet á skagafrettir.is – 4.120 notendur á einum degi

AuglýsingMánudagurinn 14. janúar fór í sögubækurnar á skagafrettir.is – en nýtt aðsóknarmet var sett á þeim degi.

Alls komu 4.120 notendur inn á skagafrettir.is 14.01.2018 en fyrra metið var 2.997 frá því í desember 2017.

Þeir notendur sem fóru inn á skagafrettir.is mánudaginn 14. janúar skoðuðu tæplega 7.000 fréttir

Á einni klukkustund eða á mill kl. 12.00-13.00 komu rúmlega 660 notendur inn á skagafrettir.is.

Á þessum metdegi voru tveir toppar í aðsókn. Á tímabilinu kl. 18.00-19.00 komu tæplega 700 notendur inn á skagafrettir.is.

Eins og áður hefur komið fram hefur heimsóknafjöldi notenda aldrei verið meiri í tveggja ára sögu fréttavefsins skagafrettir.is.

Það sem af er janúarmánuði hafa um tæplega 13.000 notendur náð sér í jákvæðar fréttir á skagafrettir.is – og það er ljóst nú þegar að nýtt aðsóknarmet verður sett í janúarmánuði.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/10/pistill-eru-margir-ad-lesa-frettirnar-a-skagafrettir-is/

 

AuglýsingAuglýsing