Bætt aðstaða við Guðlaugina – skrifstofa Leynis fær nýtt hlutverk

AuglýsingBreytingar verða gerðar við Aggapall við Jaðarsbakka til þess að bæta starfsmanna – og salernisaðstöðu við Guðlaugina. Húsið sem hefur verið við Aggapall undanfarin misseri verður tekið í burtu.

Fyrrum skrifstofuhús Golfklúbbsins Leynis verður sett upp við Aggapallinn en það er mun stærra en það hús sem hefur verið notað fram til þessa.

Þetta kemur fram í fundargerð Bæjarráðs Akraness. 

Akraneskaupstaður greiða Golfklúbbnum Leyni 6.000.000 kr.,

þar af 5.750.000 kr. fyrir húsið og 250.000 kr. fyrir flutning þess.

Bæjarráð vísaði samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Skrifstofuhús Leynis verður flutt og sett upp við Aggapall og Guðlaugina.

Húsið sem hefur verið við Aggapallinn verður tekið í burtu og stærra hús sett í staðinn.

AuglýsingAuglýsing