Brynjar Snær er í U-18 úrtakshóp hjá KSÍ

Auglýsing



Brynjar Snær Pálsson úr ÍA er í úrtakshóp fyrir U-18 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem æfir í byrjun febrúar undir stjórn Þorvaldar Örlyggsonar. Brynjar Snær er fæddur árið 2001 í Borgarnesi og lék með Skallagrím upp yngri flokka félagsins áður en hann gekk í raðir ÍA.

Brynjar Snær samdi við ÍA í lok október árið 2017 og hefur hann leikið með félaginu frá þeim tíma.

Brynjar Snær hefur einnig leikið með Kára og var hann kjörinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi Kára nýverið.

Hópurinn

Jón Jökull Hrafnsson | AGF
Benedikt V. Warén | Breiðablik
Karl Friðleifur Gunnarsson | Breiðablik
Stefán Ingi Sigurðarson | Breiðablik
Egill Darri Þorvaldsson | FH
Einar Örn Harðarsson | FH
Teitur Magnússon | FH
Adam Örn Guðmundsson | Þróttur N.
Valgeir Lunddal Friðriksson | Fjölnir
Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir
Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir
Viktor Andri Hafþórsson | Fjölnir
Leó Ernir Jónsson | Fylkir
Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta
Guðjón Ernir Hrafnkelsson | Höttur
Brynjar Snær Pálsson | ÍA
Ottó Björn Óðinsson | KA
Finnur Tómas Pálmason | KR
Ómar Castaldo Einarsson | KR
Vuk Óskar Dimitrjevic – Leiknir R.
Guðmundur Axel Hilmarsson | Selfoss
Arnar Ingi Valgeirsson | Stjarnan
Helgi Jónsson | Stjarnan
Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan
Þórður Gunnar Hafþórsson | Vestri

Auglýsing



Auglýsing