Skagamaðurinn Ari er aðstoðarmaður í heimsþekktri matreiðslukeppni

AuglýsingSkagmaðurinn Ari Jónsson tekur þátt sem aðstoðarmaður matreiðslumannsins Bjarna Siguróla Jakobssonar í einni stærstu matreiðslukeppni veraldar Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi dagana 29. og 30. janúar.

Ari er tvítugur matreiðslunemi og er að læra fræðin sín á Hótel Sögu.

Ísak Darri Þorsteinsson, sem er einnig Skagamaður, kemur einnig við sögu í þessu öllu saman. Ísak Darri var aðstoðarmaður Bjarna Siguróla í undankeppninni sem fram fór í fyrra. Nánar má lesa um þá keppni hér.

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti Íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en besta árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 þar sem þeir hrepptu bronsverðlaunin.

Bjarni Siguróli og Ísak Darri Þorsteinsson.

Ítarlegt viðtal er við Ara á fréttavefnum Veitingageirinn

Þar segir Ari m.a. að hann sé að stíga sín fyrstu skref í stórkeppni á borð við Bocuse d‘Or.

Ari fékk mikinn áhuga á matreiðslu þegar hann stundaði grunnskólanám á Akranesi.

„Ég eldaði mjög oft heima við í grunnskóla, svo þegar það kom að því að skoða og velja framhaldsnám fannst mér matreiðslumaðurinn vera mjög spennandi og ákvað að henda mér í það.

Síðan þá hefur áhuginn bara vaxið og vaxið að því marki að ég er óendanlega þakklátur að hafa ákveðið að „henda mér” í þetta nám.

Áhugi Ara á Bocuse D´or keppninni vaknaði þegar hann hóf nám á Hótel Sögu.

„Margir af Hótel Sögu sem hafa komið nálægt keppninni. Fékk svo að mæta á seinustu tímaæfinguna að hjálpa þegar Viktor Örn Andrésson og hans teymi voru á leið í lokakeppnina, 2017. Svo tæplega ári seinna fékk ég ábendingu frá yfirmönnum mínum að Bjarni væri að leita að aðstoðarmönnum í sitt teymi og hafði strax samband við hann. Eftir góðan fund yfir kaffibolla var svo ákveðið að ég skyldi verða 2. aðstoðarmaður í liðinu,“ segir Ari en foreldrar hans eru Jón Gunnar Axelsson og Rannveig Björk Gylfadóttir.  

Viðtalið má lesa í heild sinni með því að smella hér:

Ari segir að hann fjármagni keppnina með aðstoð foreldra sinna.

„Ég er svo heppin að eiga frábæra foreldra sem halda mér uppi með fæði og húsnæði. Annars var ég búinn að safna pening í sumar á milli keppna, en hef ekki enn haft tíma til að eyða honum.“

Foreldrar Ara eru Jón Gunnar Axelsson og Rannveig Björk Gylfadóttir.

Föðurafi og amma Ara eru Axel Jónsson og Margrét Gísladóttir, en þau eru búsett á Akranesi.

AuglýsingAuglýsing