Þrátt fyrir að 12 dagar séu eftir af janúarmánuði er ljóst að nýtt aðsóknarmet hefur litið dagsins ljós í heimsóknafjölda á skagafrettir.is í einum mánuði.
Alls hafa 15.985 notendur lagt leið sína inn á fréttavefinn fyrstu 19 dagana í janúar og er það nýtt met. Metið verður því bætt á hverjum degi út janúarmánuð 2019.
Gamla aðsóknarmetið var frá því í nóvember 2017 þegar 15.314 notendur lögðu leið sína inn á fréttavefinn skagafrettir.is.
Heimsóknafjöldi er mjög mismunandi eftir mánuðum eins og sjá má í töflunum hér fyrir neðan. Þar má sjá tölfræði frá Google Analytics frá því að skagafrettir.is fór í loftið í nóvember 2016.
Yfir sumartímann eru lesendur Skagafrétta að gera eitthvað alla annað en að hanga á netinu og það er bara jákvætt.
Eins og áður hefur komið fram var nýtt aðsóknarmet sett mánudaginn 14. janúar þegar 4.120 notendur komu inná skagafrettir.is. Það er um 56% af öllum íbúafjölda Akraness. Og rétt tæplega sexfaldur sá fjöldi sem mætir á Þorrablót Skagamanna 2019.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/15/nytt-adsoknarmet-a-skagafrettir-is-4-120-notendur-a-einum-degi/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/10/pistill-eru-margir-ad-lesa-frettirnar-a-skagafrettir-is/
Auglýsing
Auglýsing