Auglýsing
Þessi frétt birtist fyrst þann 13. júní 2017.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag lenti fisflugvél á Garðavelli á Akranesi á mánudaginn. Atvikið er litið alvarlegum augum og er til skoðunar hjá lögreglu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar fisflugvélin snertilendir á malarvegi sem er á milli 13. og 7. brautar Garðavallar.
Á vef RÚV kemur það fram að flugmaðurinn sem lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar segir að sjónarvottum hafi missýnst atvikið á Garðavelli á Akranesi. Hann hafi ekki snertilent á golfvellinum heldur á malarvegi við hlið hans og fengið leyfi til þess frá starfsmanni vallarins.
Maðurinn segir í samtali við fréttastofu að hann hafði hugsað sér að fara í golf á Garðavelli á Akranesi. Til að lenda fisflugvél utan vallar þurfi leyfi landeiganda. Seinni partinn í gær hafi hann því haft samband við golfskálann á Garðavelli og fengið leyfi frá starfsmanni og um leið ráðfært sig við hann um hvar best væri að lenda vélinni. Þeir sammæltust um að best væri að lenda henni á malarvegi við hlið vallarins. Eftir að flugmaðurinn lenti á malarveginum hafi honum hins vegar orðið ljóst að staðurinn hentaði illa til að skilja vélina eftir. Hann tók því á loft á ný og snertilenti á malarvegi sem liggur í gegnum golfvöllinn, við hlið brautar sjö. Hann hafi hætt við lendingu og haldið á brott með golfsettið óhreyft í vélinni. Flugmaðurinn segist ekki hafa snertilent á golfvellinum sjálfum.
Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdarstjóri, golfklúbbsins Leynis kannast ekki við að hafa gefið leyfi fyrir lendingu en staðfestir að rekstraraðili golfskálans við Garðavölli hafi rætt við flugmanninn um mögulega lendingarstaði á malarvegum við flugvöllinn. Hann hafi þó ekki veitt leyfi fyrir lendingu enda hafi hann ekki umboð til þess.
Auglýsing
Auglýsing