90% nemenda segja að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum

Auglýsing



Níu af hverjum tíu nemendum í grunnskólum landsins líður vel og flestir bera mikið traust til kennara. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla Íslands.

Nemendur í grunnskólum Akraness tóku þátt í þesasari könnun sem gerð er á fjögurra ára fresti. Rannsóknarstofa í tómstundafræðum vann þessa könnun.

Spurningalisti er lagður fyrir rúmlega sjö þúsund nemendur í 6., 8. og 10. bekk á landinu.  Þetta kemur fram í frétt á RÚV

Rannsóknin beinist að margvíslegum þáttum í lífi grunnskólanema. Þar má nefna líðan, mataræði, hreyfingu og áfengis- og vímuefnaneyslu.

Eins og áður segir kemur fram að líðan nemenda almennt góð, en um 90% nemenda segja að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum.

Um tíu prósent nemenda segja að þeim líði ekki vel í skólanum en tæplega fjórum prósentum nemenda líður mjög illa.

Flestir nemendur telja að kennurum sé annt um sig, eða um áttatíu prósent nemenda í sjötta bekk og sextíu og fimm prósent nemenda í tíunda bekk. Langflestir treysta kennara sínum vel og á það við um nemendur í öllum landshlutum.

Námsálag á nemendur eykst á milli 6. og 10. bekkjar en tæplega tíu prósent nemenda í sjötta bekk telja álag í námi mikið og rétt tæpur fjórðungur nemenda í tíunda bekk.

Í rannsókninni var einnig hugað að heilsu nemenda. Þar mátti greina talsvert auka tíðni höfuðverkja og þá hefur depurð aukist á síðustu tíu árum.

Stúlkur líklegri til að finna fyrir depurð

Um sjötíu prósent nemenda í öllum árgöngum telja sig finna sjaldan eða aldrei fyrir depurð.

Stúlkur eru mun líklegri til að finna fyrir depurð og ástandið versnar með hækkandi aldri. Þannig segjast tuttugu prósent nemenda í tíunda bekk upplifa depurð einu sinni eða oftar í viku en tíu til fimmtán prósent í sjötta bekk. *

Rúmlega sjö prósent nemenda í tíunda bekk upplifa depurð daglega en því til samanburðar sögðust rúmlega fimm prósent nemenda upplifa depurð daglega árið 2006.

Áfengis- og vímuefnaneysla dregst saman

Samkvæmt rannsókninni hefur dregið úr áfengis- og vímuefnaneyslu nemenda undanfarna áratugi. Fleiri prófa eitthvað eftir því sem hópurinn eldist en um um sjötíu prósent tíundu bekkinga segjast aldrei hafa bragðað áfengi.

Þá reykja um fimm prósent nemenda í tíunda bekk sígarettur að staðaldri en tuttugu og fimm prósent nota rafrettur.

Flestir nemendur hreyfa sig reglulega en athygli vekur að meirihluti nemenda segist hreyfa sig í að minnsta kosti sextíu mínútur fjóra daga í viku eða oftar, í öllum aldurshópum.

Auglýsing



Auglýsing