Frumraun Jóns Þórs tókst vel – sigur í fyrsta leik

Auglýsing



Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson byrjaði vel í fyrsta leik sínum sem þjálfari A-landsliðs Íslands í kvennaflokki í knattspyrnu.

Ísland lék gegn Skotlandi og landaði þar 2-1 sigri en leikurinn fór fram á La Manga á Spáni.  Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk liðsins í byrjun síðari hálfleiks.

Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrrum leikmaður ÍA, var í byrjunarliðinu og átti þátt í fyrra marki leiksins. Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður Íslands en hún leikur með liði Vals í Pepsi-deildinni.

Auglýsing



Auglýsing