Páll Gísli neitar að tjá sig – er hann hættur að taka í vörina?

Auglýsing



„Ég tjái mig ekki um þetta mál,“ sagði Páll Gísli Jónsson við skagafrettir.is í morgun þegar hann var inntur eftir því hvort hann væri hættur að taka í vörina.

Eins og áður hefur komið fram hér á skagafrettir.is greindi Hrefna Daníelsdóttir, eiginkona Páls Gísla, frá því á Instagram að trésmiðurinn knái myndi hætta að taka í vörina ef hún fengi yfir 3.500 læk á færsluna.

Því marki er náð, en síðdegis þann 24. janúar, höfðu 3.546 sett læk á færsluna og stutt þar með við bakið á þessu verkefni.

Páll Gísli, sem var lengi markvörður ÍA-liðsins í knattspyrnu, hefur að sögn Hrefnu verið í 20 ár að fikta við að taka tóbak í vörina.

Eins og áður segir var „no comment“ svarið frá Páli Gísla þegar hann var inntur eftir stöðunni á þessu máli sem hefur vakið gríðarlega athygli hér á skagafrettir.is og víðar.

Fréttin verður uppfærð……

Auglýsing



Auglýsing