Jón Gísli og Hákon Arnar sitja á skólabekk í landsliðsferðinni

Auglýsing



Skagamennirnir Jón Gísli Eyfjörð Gíslason og Hákon Arnar Haraldsson eru með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi þessa dagana.

Það er enginn afsláttur gefinn í heimanáminu í slíkum ferðum og Hilmar Þór Sigurjónsson fararstjóri liðsins heldur uppi námsaga á milli leikja og æfinga.

Hilmar Þór er menntaður kennari og er hann leikmönnum liðsins til aðstoðar þegar þeir setjast á skólabekk í Hvíta-Rússlandi.

Ísland leikur um 5.-6. sætið á þessu móti. Ísland sigraði Moldóvu, gerði jafntefli gegn Ísrael en tapaði gegn Georgíu.

Jón Gísli hefur byrjað inn á í öllum þremur leikjunum en Hákon Arnar byrjaði inná í fyrsta leiknum, kom inná sem varamaður í öðrum leiknum en kom ekkert við sögu í þeim þriðja.

Auglýsing



Auglýsing