Auglýsing
Skagmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði eitt marka Íslands í 4-2 sigri liðsins gegn Belgíu í dag.
Um var að ræða landsleik U-17 ára og yngri í knattspyrnu en leikið var í Hvíta-Rússlandi.
Tveir leikmenn úr ÍA eru í U-17 ára liðinu en Jón Gísli Eyland Gíslason hefur byrjað inná í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Jón Gísli gekk í raðir ÍA nýverið frá Tindastól á Sauðárkróki.
Mörk Íslands skoruðu Hákon Arnar, Danijel Dejan Djuric, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Eyþór Aron Wöhler.
Ísland spilar næst um 5. sæti mótsins gegn Tajikistan eða Búlgaríu.
Hákon Arnar og Jón Gísli.
Byrjunarlið Íslands
Adam Ingi Benediktsson (M)
Arnór Gauti Jónsson
Benediktan Tristan Axelsson
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Ólafur Guðmundsson
Jón Gísli Eyland Gíslason
Valdimar Daði Sævarsson
Andri Fannar Baldursson (F)
Guðmundur Tyrfingsson
Hákon Arnar Haraldsson
Ari Sigurpálsson
Auglýsing
Auglýsing