Myndband: Bjarni Þór er Skagamaður ársins

Auglýsing



Bjarni Þór Bjarnason, listamaður, var í gær útnefndur Skagamaður ársins 2018.

Bjarni Þór fæddist 1. júlí 1948 í Reykjavík en hefur alið allan sinn aldur á Akranesi.

Bjarni Þór fékk viðurkenninguna á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór í gærkvöld. Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs Akraness afhenti Bjarna Þór viðurkenningu í gær – og einnig má horfa á það í myndbandinu hér fyrir neðan.

Þórður Guðnason var sá fyrsti sem var útnefndur Skagamaður ársins á Þorrablóti Skagamanna árið 2010.

2018: Bjarni Þór Bjarnason
2017: Sigurður Elvar Þórólfsson
2016: Dýrfinna Torfadóttir
2015: Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson
2014: Steinunn Sigurðardóttir
2013: Ísólfur Haraldsson
2012: Hilmar Sigvaldason
2011: Haraldur Sturlaugsson
2010: Þórður Guðnason

Auglýsing



Auglýsing