Sjáðu markið sem Hákon Arnar skoraði gegn Belgíu

AuglýsingEins og áður hefur komið fram skoraði Skagmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson eitt marka Íslands í 4-2 sigri liðsins gegn Belgíu í gær, laugardaginn 26. janúar. Um var að ræða landsleik U-17 ára og yngri í knattspyrnu en leikið var í Hvíta-Rússlandi.

Belgía komst í 2-0 en Hákon Arnar skoraði glæsilegt mark sem kveikti heldur betur í íslenska liðinu. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Tveir leikmenn úr ÍA eru í U-17 ára liðinu en Jón Gísli Eyland Gíslason hefur byrjað inná í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Jón Gísli gekk í raðir ÍA nýverið frá Tindastól á Sauðárkróki.

Mörk Íslands skoruðu Hákon Arnar, Danijel Dejan Djuric, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Eyþór Aron Wöhler.

Ísland spilar næst um 5. sæti mótsins gegn Tajikistan eða Búlgaríu.

 

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/26/hakon-arnar-skoradi-i-4-2-sigri-islands-gegn-belgiu/

AuglýsingAuglýsing