„Ég held ég hafi aldrei séð jafn glaða manneskju á ævinni“

Auglýsing



Skagamaðurinn Hjörtur Hjartarson, sem stundar nám í Barcelona á Spáni, er án efa á jólakortalistanum hjá konu að nafni Takamori eftir góðverk dagsins.

Hjörtur skrifaði eftirfarandi texta á fésbókarsíðu sína þar sem hann lýsir þessu skemmtilega.

Skemmtilegt dagsins.

Fann í einni metróstöðinni á laugardaginn hér í Barcelona, veski sem innihélt meðal annars, japanskt vegabréf. Útilokað reyndist að finna eigandann á samfélagsmiðlum (það eru margir sem heita Takamori í Japan).

Ég fletti því upp japanska sendiráðinu í Barcelona til að skila vegabréfinu og þangað hjólaði ég svo í dag.

Fyrir algjöra tilviljun var Takamori stödd þar, í öngum sínum að fylla út skjöl til að fá neyðarvegabréf.

Ég held ég hafi aldrei séð jafn glaða manneskju á ævinni eins Takamori þegar hún fékk vegabréfið sitt í hendurnar. Mikið grátið og mikið hlegið.

Ég veit að reglur samfélagsins í dag eru þannig að ef maður gerir góðverk á maður víst að steinhalda kjafti um það. Þið afsakið brot mitt á þessum reglum, fannst þetta bara svo dàsamlegt moment að mig langaði til að deila 😊

Afsakið líka troðna vör á myndinni!

Auglýsing



Auglýsing