Jóhann Ársæll og Matthías Leó valdir í unglingalandslið í keilu

AuglýsingTveir Skagamenn verða í ungmennalandsliði Íslands í keilu sem tekur þátt á Evrópumót unglinga yngri en 18 ára. Mótið fer fram í Vín í Austurríki dagana 13.-22. apríl.

Keiluspilararnir úr ÍA, þeir Jóhann Ársæll Atlason og Matthías Leó Sigurðsson, fá því tækifæri að sýna sig og sanna á alþjóðlegu móti.

Jóhann Ársæll, sem er fæddur árið 2001, verður einnig með ungmennalandsliði Íslands á vináttuleikum sem fram fara í Katar í febrúar. Matthías Leó verður 12 ára í október á þessu ári og á hann því góð 6 ár eftir í þessum landsliðsflokki.

Landsliðaþjálfaranir eru þeir Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson. Sá síðarnefndi er jafnframt formaður Keilufélags Akraness og einn af frumkvöðlunum í keiluíþróttinni hér á Akranesi.

Eftirtaldir leikmenn skipa U-18 ára landslið Íslands á EM í Vín.

Elva Rós Hannesdóttir, Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir, Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir, Sara Bryndís Sverrisdóttir,
Jóhann Ársæll Atlason, Matthías Leó Sigurðsson, Mikael Aron Vilhelmsson og Steindór Máni Björnsson. Fararstjóri verður
Theódóra Ólafsdóttir íþróttastjóri KLÍ

Vináttuleikar fara fram í Katar 11. – 17. febrúar og eftirtaldir keppendur verða þar fyrir Íslands hönd:
Elva Rós Hannesdóttir, Helga Ósk Freysdóttir, Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir, Sara Bryndís Sverrisdóttir,
Guðbjörn Joshua Guðjónsson, Hinrik Óli Gunnarsson, Jóhann Ársæll Atlason, Steindór Máni Björnsson

 

AuglýsingAuglýsing