Rósa Kristín og Demi náðu frábærum árangri á RIG

Auglýsing



Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Demi van der Berg náðu frábærum árangri á alþjóðlegu danskeppninni, Reykjavík International, ásamt dansfélögum sínum.

Frá vinstri: Rósa Kristín, Aron Logi, Aldas og Demi.

Rósa Kristín og Demi eru báðar búsettar á Akranesi og ekki nóg með það. Þær eru einnig náfrænkur.

Rósa Kristín og Aron Logi Hrannarsson sigruðu í latin dönsum í aldursflokki 14-15 ára og í öðru sæti voru þau Demi og Aldas Zgirskis.

Rósa Kristín og Aron Logi keppa aðeins í latin dönsum en þeir eru alls fimm, Samba, Cha Cha Cha, Rumba, Paso doble og Jive.

Demi og Aldas kepptu einnig í ballroom dönsum og enduðu þau í 2. sæti í þeirri keppni. Ballroom dansarnir eru einnig alls fimm, Waltz, Tango, Vínar-waltz, Slow Foxtrot og Quickstep. Demi og Aldas keppa í báðum greinunum, latin og ballroom.

Rósa Kristín og Demi eru eins og áður segir náskyldar. Mæður þeirra eru systurnar Kristjana (Krissý) og Þóra Jónsdætur.

Hafsteinn Gunnarson og Kristjana Jónsdóttir eru foreldrar Rósu, Þóra Jónsdóttir og Machiel van den Berg eru foreldrar Demi.

Auglýsing



Auglýsing