Tveir AK togarar á topp 10 listanum 2018

AuglýsingEiríkur Jónsson skipstjóri á Akurey AK 10 og skipsfélagar hans voru á meðal aflahæstur togara landsins á árinu 2018.

Tveir togarar sem eru skráðir á Akranesi eru á meðal aflahæstu togara landsins, en Helga María AK 16 er einnig á þessum lista.

Þetta kemur fram á vefnum Aflafréttir. 

Togarar landsins lönduðu um 150 þúsund tonnum og var Kaldbakur EA aflahæstur togaranna með 9.023,3 tonn í 54 löndunum eða 167 tonn að meðaltali,

Akurey endaði í sjötta sæti með 7.971 tonn eða 173,3 tonn að meðaltali í 46 löndunum.

Helga María endaði í áttunda sæti með 7.694 tonn eða 170,9 tonn að meðaltali í 45 löndunum.

AuglýsingAuglýsing