Auglýsing
Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, er stödd í Ástralíu þessa stundina þar sem hún leikur á úrtökumóti fyrir Áströlsku atvinnumótaröðina.
Valdís Þóra er í 10. sæti eftir tvo fyrstu hringina á Ballarat Golf Club vellinum, 73 og 72 högg og er hún á einu höggi yfir pari vallar.
Til þess að komast í gegnum þetta úrtökumót þarf Valdís Þóra að vera á meðal 20 efstu. Ef henni tekst að vera á meðal þeirra allra efstu gæti hún fengið inn á einhver LPGA mót.
„Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína.
Skor mótsins er uppfært hér:
„Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína.
Auglýsing
Auglýsing