Auglýsing
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir lét mikið að sér kveða með mfl. kvenna í knattspyrnu í gær. Ólöf Sigríður, sem er í láni hjá ÍA frá Val í Reykjavík, gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 4-0 sigri gegn Álftanesi í Faxaflóamótinu.
Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og hefur komið við sögu í 10 landsleikju með yngri landsliðum Íslands. Hún hefur leikið þrjá leiki fyrir U-16 og skorað alls 4 mörk, og í U-17 ára liðinu hefur hún skorað alls 3 mörk í sjö leikjum
ÍA hefur unnið þrjá leiki af fjórum í Faxaflóamótinu í mfl. kvenna í knattspyrnu.
Ljóst er að miklar breytingar verða á leikmannahópi liðsins í Inkasso-deildinni og verður liðið skipað mjög ungum leikmönnum.
Maren Leósdóttir, einn reyndasti leikmaður ÍA, hefur ekki æft með liðinu að undanförnu og Unnur Ýr Haraldsdóttir á von á barni í sumar.
Auglýsing
Auglýsing