Klukkuturninn er áberandi og vekur mikla athygli í kirkjugarði Akraness. Margir hafa velt því fyrir sér fyrir hvað þessi turn stendur.
Á ritstjórn Skagafrétta hefur sú kenning verið sett fram að þarna sé um að ræða geimflaug sem á eftir að skjóta upp.
Það geimskot yrði mjög tignarlegt eins og sjá má á þessari mynd frá árinu 2012 sem Skagamaðurinn Þorleifur Rúnar Örnólfsson setti fram á fésbókasíðu sinni á þeim tíma.
Klukkuturninn er ekki geimflaug. Hann er reistur til minningar um fornt kirkjuhald í Görðum. Turninn er teiknaður af Sr. Jóni M. Guðjónssyni. Minnisturninum var valinn staður sem næst því sem menn ætluðu að hafi verið kórstæði síðustu kirkju í Görðum sem var rifinn árið 1896.
Fyrsta skóflustungan að turninum var tekin þann 3. júlí árið 1955 en Ásmundur Guðmundsson þáverandi Biskup Íslands vígði turninn árið 1958. Þá vitum við það – en við bíðum samt eftir geimskotinu hvenær sem það verður.
Auglýsing
Auglýsing