Stórstjarna úr ABBA fékk geisladisk Kórs Akraneskirkju

Auglýsing



Benny Andersson er einn þekktasti tónlistarmaður allra tíma. Sænski lagahöfundurinn hefur samið ógrynni laga sem allir þekkja.

Anderson og Björn Ulvaeus sömdu flest lög sænsku stórhljómsveitarinnar ABBA. Hér eru þeir með geisladiskinn Þýtur í stráum Björn er til vinstri og Benny til hægri. 

Og hvernig kemur það við sögu sem jákvæð frétt frá Akranesi?

Jú þeir félagar fengu afhentan geisladiskinn „Þýtur í stráum“ á dögunum sem Kór Akraneskirkju gaf út í desember s.l. Á disknum eru lög eftir Benny Anderson.

Útsendari Kórs Akraneskirkju hitti Benny Anderson á dögunum þar sem hann tók við geisladisknum. Með honum í för var Björn Ulvaeus.

Ekki liggur fyrir hvernig Anderson leist á flutning Kórs Akraneskirkju en án efa hefur hann verið sáttur enda hefur diskurinn fengið góðar viðtökur á Akranesi og víðar.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/12/19/thytur-i-straum-faer-godar-vidtokur-i-audvelt-ad-nalgast-diskinn-a-akranesi/

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/12/07/svona-hljomar-lagid-olysanlegt-eftir-magnus-thor-a-geisladiski-kors-akraneskirkju/

Auglýsing



Auglýsing