Knattspyrnudómarar frá ÍA fengu verðlaun á ársþingi KSÍ


Ársþing Knattspyrnusambands Íslands stendur nú yfir í Reykjavík.

Skagamenn fengu viðurkenningu í dag þegar Guðni Bergsson formaður KSÍ afhenti Halldóri Breiðfjörð Dómarverðlaun KSÍ 2018.

Hjá ÍA er starfandi öflugt dómarafélag, Knattspyrnudómarafélag Akraness (KDA), sem stofnað var árið 1970 og er því orðið 49 ára gamalt.

Halldór Breiðfjörð hefur staðið þar í forsvari í mörg ár ásamt mörgum öðrum.

ÍA og KDA gera árlega með sér samning um að KDA sjái um dómgæslu frá 4. flokki og uppúr. Samstarfið hefur verið ákaflega farsælt og átt mikinn þátt í því að styrkja hið öfluga starf sem unnið er í knattspyrnumálum á Akranesi.

AuglýsingAuglýsing