Frábær árangur hjá ÍA á Íslandsmóti unglinga í keilu



Skagamenn náðu frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í keilu.

Jóhann Ársæll Atlason ÍA fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í opnum flokki. Jóhann sigraði Steindór Mána Björnsson úr ÍR í úrslitum með samtals 372 pinnum gegn 359.

Jóhann Ársæll varð einnig í öðru sæti í 1. flokki pilta.

Sindri Már Einarsson ÍA varð þriðji í 3. flokki.
Sóley Líf Konráðsdóttir ÍA sigraði í 3. flokki stúlkna og Adda Steina Sigþórsdóttir ÍA varð í þriðja sæti.

Matthías Leó Sigurðsson ÍA sigraði í 4. flokki pilta

 

 

  Særós Erla Jóhönnudóttir ÍA fékk verðlaun í 5 flokki.

 

Opinn flokkur pilta


1. sæti – Jóhann Ársæll Atlason ÍA
2. sæti – Steindór Máni Björnsson ÍR

 

1. flokkur pilta

1. sæti – Steindór Máni Björnsson ÍR
2. sæti – Jóhann Ársæll Atlason ÍA
3. sæti – Adam Geir Baldursson ÍR

3. flokkur pilta

1. sæti – Hrannar Þór Svansson KFR
2. sæti – Bárður Sigurðsson ÍR
3. sæti – Sindri Már Einarsson ÍA

3. flokkur stúlkna

1. sæti – Sóley Líf Konráðsdóttir ÍA
2. sæti – Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
3. sæti – Adda Steina Sigþórsdóttir ÍA

4. flokkur pilta

1. sæti – Matthías Leó Sigurðsson ÍA
2. sæti – Mikael Aron Vilhelmsson KFR
3. sæti – Ásgeir Karl Gústafsson KFR

Auglýsing



Auglýsing