Spennuþættirnir Ófærð hafa vakið mikla athygli og eru margir sem horfa á þáttinn.
Í 8. þætti sem sýndur var í kvöld kom Akranes við sögu sem leikmynd í lokaatriði þáttarins.
Þar gekk mikið á. Lögreglumaður úr þættinum ætlaði að hitta grunsamlegan einstakling við leikvöll sem er við Suðurgötu.
Þar hófst spennandi atburðarás sem endaði í Sementsverksmiðjunni.
Sú leikmynd er ekki lengur til staðar þar sem búið er að rífa niður flestar byggingar á svæðinu.
Þáttaröðin á að gerast í rólegu þorpi á norðurlandi en handritshöfundar og leikstjóri þáttarins hafa farið víða um landið í leit að tökustöðum
Auglýsing
Auglýsing