Strompurinn verður felldur í tvennu lagiÖll leyfi eru í höfn varðandi niðurrif Sements­stromps­ins.

Sævar Freyr Þráinsson segir í samtali við mbl.is að beðið sé færis með framkvæmdina og þar leikur veðrið stórt hlutverk.

Strompurinn verður sprengdur en hann mun ekki falla til jarðar í heilu lagi.

Fyrst verður efri hluti hans felldur með sprengihleðslu sem sett verður í strompinn í um 25 metra hæð. Strompurinn er um 70 metra hár. Fjórum sekúndum eftir að fyrri sprengihleðslan hefur sprungið verður sú síðari sett í gang við rætur strompsins.

Nokk­ur hús sem eru staðsett al­veg við stromp­inn verða rýmd í ör­ygg­is­skyni.

Sér­fræðing­ar frá dönsku verk­fræðifyr­ir­tæki hafa veitt fyr­ir­tæk­inu Work North ráðgjöf við niðurrifið.

Sementsverksmiðjan 2018

AuglýsingAuglýsing